Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 19. ágúst 2018 19:25
Ester Ósk Árnadóttir
Tufa: Það er ekki allt búið þótt einn leikur tapist
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrstu viðbrögð eru vonbrigði, við lögðum leikinn vel upp og mér fannst við byrja leikinn mjög vel. Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn en það vantaði örlítið upp á að skora mark þarna á fyrstu tuttugu. Í seinni hálfleik fannst mér vera hlutir sem við gátum gert betur, sagði Tufa eftir 0-1 tap á móti KR á Akureyri í dag. 

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 KR

Leikurinn var mikilvægur í ljósi Evrópubaráttu. 

Þetta var stór leikur og mínir menn gáfu allt í þetta en stundum ganga hlutirnir ekki upp. KR hefur mikill gæði og ákveðnir hlutir sem þeir gera vel. Mér fannst við fá nokkur tækifæri í fyrri hálfleik til að komast yfir en gekk ekki. Ég hefði vilja sjá liðin mitt halda boltanum betur innan liðsins en það var ekki. Framlag hjá mínum mönnum var samt mikið og menn gáfu allt í þetta. 

KA er áfram í 7. sæti með 22 stig en KR fer í 27 stig í fjórða sætinu. 

Ég er bjartsýnn og í baráttuhug, þessi leikur er búinn og við getum ekki vælt yfir því. Undanfarnar vikur hafa verið góðar hjá okkur, strákarnir eru að spila vel og gefa allt á æfingasvæðinu og í leikjum. Það eina sem við getum hugsað núna er að undirbúa okkur fyrir næsta leik, það er alls ekki þannig að nú sé allt búið þótt einn leikur tapast. Það eru 15 stig eftir í pottinum og við verðum að sækja sem flest. 

KA á Víking Reykjavík á útivelli í næsta leik. 

Þetta er bara erfitt verkefni, það er enginn leikur þar sem þú getur reiknað með stigum fyrirfram. Ég lofa ykkur að við ætlum að undirbúa okkur vel og reynum að sækja þessi þrjú stig í Víkinni. Þessi þrjú stig sem við vorum að tapa í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. 
Athugasemdir
banner
banner