Tottenham með kauprétt á Kane þegar hann fer frá Bayern - Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa áhuga á Toney
Rúnar: Höfum fulla trúa á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Vigfús Arnar: Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Hallgrímur Mar: Þetta var mjög steiktur leikur
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
banner
   mán 19. ágúst 2019 22:34
Baldvin Már Borgarsson
Brynjólfur Darri: Tókum okkur saman í andlitinu
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Darri var fúll eftir jafntefli gegn Val í kvöld en útlitið var ekki bjart fyrir Blika eftir fyrsta hálftíma leiksins þegar Valur var 2-0 yfir og með öll völd á vellinum, en Blikar tóku sig saman í andlitinu og gjörsamlega keyrðu yfir Val restina af leiknum og voru óheppnir að taka ekki öll stigin úr þessum leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 Valur

„Mér finnst við hafa tapað tveim stigum en við verðum samt að virða stigið, við byrjuðum þennan leik frekar illa og fáum á okkur tvö mörk, en við töluðum saman og tókum okkur saman í andlitinu og settum tvö mörk fyrir hálfleik, fórum fullir sjálfstrausts inn í hálfleikinn og komust svo yfir þangað til að við fáum á okkur þetta klaufalega mark.'' Sagði Brynjólfur strax að leik loknum.

Brynjólfur fær tækifærið í byrjunarliðinu í fjarveru Thomasar og skorar tvö, það hlýtur að vera svolítið sætt?

„Já ég er alltaf klár þegar kallið kemur, við erum auðvitað með Thomas sem er frábær senter, ég reyni bara að gera mitt besta, kem með sjálfstraust inn í liðið til að hjálpa liðinu og vinna leiki.''

Var það einhver pilla á Gústa að Brynjólfur skuli skora tvö mörk í dag?

„Ég reyni alltaf að delivera þegar ég spila og set bara pressu á Thomas það er fínt að halda honum heitum.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Brynjólfur betur um leikinn, markmið fyrir markaskorun, hlutverk sitt innan liðsins og framhaldið fyrir Blikana.
Athugasemdir
banner