Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 19. ágúst 2019 22:34
Baldvin Már Borgarsson
Brynjólfur Darri: Tókum okkur saman í andlitinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Darri var fúll eftir jafntefli gegn Val í kvöld en útlitið var ekki bjart fyrir Blika eftir fyrsta hálftíma leiksins þegar Valur var 2-0 yfir og með öll völd á vellinum, en Blikar tóku sig saman í andlitinu og gjörsamlega keyrðu yfir Val restina af leiknum og voru óheppnir að taka ekki öll stigin úr þessum leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 Valur

„Mér finnst við hafa tapað tveim stigum en við verðum samt að virða stigið, við byrjuðum þennan leik frekar illa og fáum á okkur tvö mörk, en við töluðum saman og tókum okkur saman í andlitinu og settum tvö mörk fyrir hálfleik, fórum fullir sjálfstrausts inn í hálfleikinn og komust svo yfir þangað til að við fáum á okkur þetta klaufalega mark.'' Sagði Brynjólfur strax að leik loknum.

Brynjólfur fær tækifærið í byrjunarliðinu í fjarveru Thomasar og skorar tvö, það hlýtur að vera svolítið sætt?

„Já ég er alltaf klár þegar kallið kemur, við erum auðvitað með Thomas sem er frábær senter, ég reyni bara að gera mitt besta, kem með sjálfstraust inn í liðið til að hjálpa liðinu og vinna leiki.''

Var það einhver pilla á Gústa að Brynjólfur skuli skora tvö mörk í dag?

„Ég reyni alltaf að delivera þegar ég spila og set bara pressu á Thomas það er fínt að halda honum heitum.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Brynjólfur betur um leikinn, markmið fyrir markaskorun, hlutverk sitt innan liðsins og framhaldið fyrir Blikana.
Athugasemdir
banner
banner