Manchester United er í leit að nýjum leikmönnum og hefur félagið verið orðað við aragrúa af leikmönnum í sumar. Einn þeirra er Moises Caicedo, miðjumaður Brighton og landsliðsmaður Ekvador.
Graham Potter, stjóri Brighton, hefur miklar mætur á leikmanninum og vill alls ekki missa hann til Rauðu djöflanna.
„Við erum að ræða um ótrúlega auðmjúkann strák sem elskar að spila fótbolta. Hann gerir litlar sem engar kröfur á umverfi sitt og allt sem hann vill gera er að spila fótbolta með liðsfélögunum," sagði Potter.
„Hann nýtur þess að spila fótbolta og að mínu mati er hann gríðarlega efnilegur leikmaður. Við elskum hann hérna og munum gera allt til að halda honum.
„Hvað varðar sögusagnirnar þá eru þær bara sögusagnir. Þær munu alltaf flakka á milli manna meðan leikmannaglugginn er opinn. Við elskum hann hérna búumst ekki við að missa hann í sumar."
Caicedo er ekki nema 20 ára gamall en hefur staðið sig feykilega vel í fyrstu tveimur leikjum úrvalsdeildartímabilsins. Hann spilaði allan tímann í sigri gegn Man Utd og jafntefli gegn Newcastle.