Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. september 2020 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nuno: Liverpool að fá frábæran leikmann - Björt framtíð hjá Hoever
Mynd: Getty Images
Liverpool gekk í gærkvöldi frá kaupum á Diogo Jota frá Wolves, enn á eftir að klára ýmsa tæknilega hluti en það er ekkert leyndarmál að félögin og leikmaður hafa náð saman.

Ki-Jana Hoever fer á móti til Wolves frá Liverpool. Jota kostar alls um 45 milljónir punda og Hoever um 13,5 milljónir punda.

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, hefur tjáð sig um félagaskiptin. „Liverpool er að fá frábæran leikamann og strák. Ki á bjarta framtíð fyrir sér,"

„Okkur finnst þetta góð viðskipti fyrir alla aðila. Diogo var mjög ánægður hér en það er eðlilegt að leikmenn vilja fá nýja áskoranir."


Hoever er 18 ára varnarmaður og Jota er 23 ára sóknarmaður.

Sjá einnig:
Liverpool búið að ganga frá kaupunum á Jota - Hoever til Wolves
Athugasemdir
banner