Enn ein beygjan varð á leið KR á Íslandsmótinu í dag eftir að Víkingar lögðu þá í hádramatískum leik á Meistaravöllum, 1-2.
Það er ljóst mál eftir að við töpuðum leiknum að við þurfum að bíða eftir úrslitum leiksins í kvöld (Valur - KA) til að sjá hver staðan verður en þetta setur okkur í vonda stöðu.
Það er ljóst mál eftir að við töpuðum leiknum að við þurfum að bíða eftir úrslitum leiksins í kvöld (Valur - KA) til að sjá hver staðan verður en þetta setur okkur í vonda stöðu.
Ég er 100% sammála því að þetta var góður leikur, mikil barátta og mikill hiti, hvort sem var inni á vellinum eða uppi í stúku, hjá varamönnum og teymum. Svona verða leikirnir þegar að miklu er að keppa.
Jafnræði var með liðunum lengst af.
Miðað við gang leiksins tel ég að jafntefli hefðu verið sanngjörnustu úrslitin. Þeir skora upp úr horni en við fáum svo tækifæri til að jafna hérna í lokin eftir vítaspyrnu en Ingvar gerði vel og varði.
Mótið hefur tekið miklar dýfur og margt undir í síðustu umferðinni.
Það er auðvitað bara skemmtilegt fyrir fótboltann þegar mótið spilast svona og margt er undir. Við verðum með marga leikmenn í banni í síðasta leiknum en það eru menn sem eru tilbúnir að taka við keflinu.
Nánar er rætt við Rúnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir