Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   fim 19. október 2017 15:57
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Björgvin gamaldags markaskorari sem getur skorað í Pepsi
Rúnar ásamt Kristni og Björgvini.
Rúnar ásamt Kristni og Björgvini.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er ánægður með liðsstyrkinn sem KR fékk í dag. Vesturbæjarfélagið samdi við Kristinn Jónsson og Björgvin Stefánsson en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Frostaskjóli.

„Maður reynir að velja leikmenn í þær stöður sem vantar í og þeir eru frábærir kostir sem voru á lausu. Björgvin hefur staðið sig mjög vel í 1. deildinni og ég tel að eigi mjög góða möguleika á að bæta sig sem leikmaður. Hann þarf tíma og við munum gefa honum hann. Vonandi nær hann að skora svipað og í 1. deildinni," segir Rúnar.

„Ég hef trú á því að hann geti skorað í Pepsi-deildinni. Þetta er mikill skrokkur og fæddur markaskorari. Hann er gamaldags markaskorari. Þetta er ungur strákur sem við viljum hjálpa að bæta sig."

Kristinn er þekkt stærð og allir vita hvað hann getur gert. Hann kemur frá Breiðabliki.

„Kristinn er á mjög góðum aldri og mjög reynslumikill. Hann hefur prófað að spila í Svíþjóð og erlendis. Ég held að hann hafi gott af því að breyta um umhverfi, fara út fyrir þægindarammann. Við erum að byggja upp nýtt lið og okkur vantaði vinstri bakvörð sem getur stutt við sóknarleikinn okkar. Hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er einn af okkar bestu bakvörðum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Rúnar meðal annars um efniviðinn sem er hjá KR og segir að félagið vilji halda dönsku leikmönnunum Tobias Thomsen og Andre Bjerregaard.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Óskar Örn: Okkar að fá fólk á völlinn
Athugasemdir
banner