Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. október 2021 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki af ástæðulausu sem hún var keypt í staðinn fyrir Glódísi"
Frábært að sjá hana upplifa þetta
Icelandair
Guðrún Arnardóttir á landsliðsæfingu í dag.
Guðrún Arnardóttir á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir varð sænskur meistari með Rosengård á sunnudag. Guðrún gekk í raðir félagsins frá Djurgården á miðju tímabili en þar hafði hún verið í tvö og hálft tímabil.

Viðbrögð Guðrúnar við titlinum:
„Varla búin að átta mig almennilega á þessu"

„Það er bara frábært, frábært að sjá hana upplifa þetta og líka gaman að sjá hana keypta yfir til Rosengård í staðinn fyrir Glódísi og það er ekki af ástæðulausu," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson í dag um þennan áfanga hjá Guðrúnu. Steini svaraði spurningum fréttamanna í dag í Teams-viðtali.

Glódís Perla Viggósdóttir var seld til Bayern í sumar og Guðrún var fengin inn í staðinn.

„Þeir hjá félaginu fylgjast alveg með og hún er væntanlega valin úr einhverjum hópi leikmanna sem þeir hafa áhuga á. Mér finnst það bara flott skref og sýnir hvaða framförum hún var að taka í Svíþjóð," sagði Steini.

Sjá einnig:
Þær tvær klárlega merki um leikmenn sem þurftu næstu áskorun

Guðrún er í landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir leiki gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM.

Guðrún lék undir stjórn Þorsteins hjá Breiðabliki áður en hún hélt til Djurgården.
Athugasemdir
banner
banner
banner