Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   þri 20. febrúar 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Markalaust hjá Arnóri - Áhorfendur fengu allt fyrir peninginn á Portman Road
Arnór kom ekkert við sögu í kvöld
Arnór kom ekkert við sögu í kvöld
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnór Sigurðsson og félagar hans í Blackburn Rovers gerðu markalaust jafntefli við Cardiff City í ensku B-deildinni í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn sat allan tímann á varamannabekk Blackburn í kvöld.

Blackburn skapaði sér lítið sem ekkert í leiknum og sérstakt að John Eustace, stjóri Blackburn, hafi ekki ákveðið að nýta sér krafta Arnórs í síðari hálfleiknum.

Liðið er nú án sigurs í síðustu þremur leikjum og situr í 16. sæti deildarinnar með 38 stig.

Ipswich, sem er í baráttu um að komast upp í ensku úrvalsdeildina, vann 4-3 sigur á Rotherham United á sama tíma.

Það var líf og fjör í leiknum og það strax frá fyrstu mínútu. Tom Eaves kom gestunum í Rotherham yfir snemma leiks en Wes Burn skoraði tvö og Kieffer Moore eitt á tæpum hálftíma. Staðan var því 3-1 fyrir Ipswich þegar flautað var til hálfleiks.

Hakeem Odofin minnkaði muninn á 60. mínútu og í uppbótartíma fengu síðan gestirnir vítaspyrnu sem Cafu skoraði úr. Þetta hefði gengið frá mörgum liðum, en hafði lítil sem engin áhrif á Ipswich sem svaraði með sigurmarki frá Omari Hutchinson.

Ipswich er í 3. sæti deildarinnar með 69 stig, jafnmörg og Leeds sem er í öðru sæti. Þrettán umferðir eru eftir af deildinni.

Úrslit og markaskorarar:

Cardiff City 0 - 0 Blackburn

Ipswich Town 4 - 3 Rotherham
0-1 Tom Eaves ('2 )
1-1 Wes Burns ('9 )
2-1 Kieffer Moore ('14 )
3-1 Wes Burns ('29 )
3-2 Hakeem Odofin ('60 )
4-2 Omari Hutchinson ('90 )
4-3 Cafu ('90 , víti)

Plymouth 0 - 3 West Brom
0-1 Cedric Kipre ('61 )
0-2 Mikey Johnston ('76 )
0-3 Tom Fellows ('90 )

Southampton 1 - 2 Hull City
0-1 Anass Zaroury ('11 )
0-2 Fabio Carvalho ('36 )
1-2 Joe Aribo ('88 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 21 14 5 2 52 22 +30 47
2 Middlesbrough 21 12 6 3 33 22 +11 42
3 Preston NE 21 9 8 4 29 22 +7 35
4 Millwall 21 10 5 6 25 29 -4 35
5 Ipswich Town 21 9 7 5 35 22 +13 34
6 Hull City 21 10 4 7 36 35 +1 34
7 Stoke City 21 10 3 8 28 20 +8 33
8 Leicester 21 8 7 6 30 27 +3 31
9 QPR 21 9 4 8 28 33 -5 31
10 Southampton 21 8 6 7 35 30 +5 30
11 Bristol City 21 8 6 7 28 24 +4 30
12 Birmingham 21 8 5 8 30 26 +4 29
13 Watford 21 7 8 6 30 28 +2 29
14 Wrexham 21 6 10 5 26 25 +1 28
15 West Brom 21 8 4 9 25 28 -3 28
16 Derby County 20 7 6 7 27 29 -2 27
17 Charlton Athletic 20 6 6 8 20 26 -6 24
18 Sheffield Utd 21 7 2 12 25 31 -6 23
19 Swansea 21 6 5 10 22 29 -7 23
20 Blackburn 20 6 4 10 20 26 -6 22
21 Portsmouth 20 5 5 10 17 27 -10 20
22 Oxford United 21 4 7 10 22 30 -8 19
23 Norwich 21 4 5 12 24 34 -10 17
24 Sheff Wed 19 1 6 12 15 37 -22 -9
Athugasemdir
banner
banner
banner