Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   lau 20. apríl 2024 20:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hetja Framara valdi félagið fram yfir FH - „Getur ekki orðið betra"
Markinu í dag fagnað.
Markinu í dag fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn
Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi að ég myndi byrja leikinn í gær, ég kom inn fyrir mann sem er meiddur í öxlinni og ég var bara klár," sagði Freyr Sigurðsson, hetja Framara, eftir sigur gegn KR í dag.

Freyr skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

„Ég var mjög stressaður til að byrja með en svo bara gerði ég mína hluti og hélt áfram. Það var geggjað að skora, ég var byrjaður að fagna áður en ég skaut í boltann, sá að það var galopið mark. Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn."

„Það var geggjað að vinna KR í fyrsta byrjunarliðsleiknum, getur ekki orðið betra."

„Það var erfitt að halda boltanum, hann var sleipur og svona en þetta var allt í lagi (að spila í þessu veðri). Ég er vanur þessu."


Freyr er átján ára Hornfirðingur sem lék með Sindra í 2. deild í fyrra. Hvernig er að spila í Bestu deildinni?

„Ég fer inn með sama hugarfar, held áfram að gera mína hluti. Þetta er bara sama íþróttin."

Freyr er í framhaldsskóla í Reykjavík. En af hverju Fram?

„Ég fór í skóla í bænum eftir að ég kláraði grunnskólann á Höfn, Fram var bara liðið sem var nálægt og það er búið að vera geggjað. Ég var að spá líka í FH, en það er mikið lengra í burtu þannig ég valdi bara Fram."

Varstu að hugsa að þú værir að fara spila í fyrstu leikjunum í Bestu deildinni?

„Nei, ég held ekki. Ég hélt ég yrði bara heima á Höfn, myndi spila þar. En þetta er bara geggjað."

„Það er geggjað að spila undir stjórn Rúnars Kristinssonar, hann er bara næs gæi,"
sagði Freyr að lokum.
Athugasemdir