Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fös 20. september 2019 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlíus Ármann: Höfðum yfirhöndina en FH gekk á lagið manni fleiri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum svekkt eftir leikinn, við hefðum viljað fá meira út úr honum, sagði Júlíus Ármann Júlíusson, þjálfari Aftureldingar, eftir 0-1 tap gegn FH í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Leikurinn var liður í lokaumferð deildarinnar.

Afturelding endaði í 5. sæti deildarinnar með 21 stig úr átján leikjum.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst við vera miklu betri en þær í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik verðum við manni færri og þá varð þetta svolítið erfitt fyrir okkur en við héldum aftur af þeim og ætluðum okkur öll stigin en þetta er niðurstaðan."

„Ég var búinn að segja í einhverju viðtali að við ætluðum að vera um miðbik deildarinnar og mér fanns við geta verið ofar ef meiðsli hefðu fallið með okkur. Lykilmenn sem duttu út hjá okkur eftir fyrri umferðina."


Næst barst talið að komandi leiktíð.

„Það er búið að bjóða mér tveggja ára saming og stefnan hjá okkur, mér og Alla (Alexander Aron Davorsson, hinn þjálfari Aftureldingar) er að berjast um Pepsi-(Max) deildina á næsta ári. Við ætlum okkur að gera betur en núna og þá er ekkert annað í boði en fyrsta eða annað sætið."

„Leikmannahópurinn á eftir að breytast eins og síðustu ár en við ætlum okkur stóra hluti á næsta ári."


Júlíus var að lokum spurður út í hvort að Afturelding væri nú þegar búið að ganga frá einhverjum samningum við nýja leikmenn fyrir komandi leiktíð.

„Það eru allir velkomnir í Aftureldingu, sérstaklega góðir leikmenn. Við munum auðvitað sækja leikmenn sem munu hjálpa okkur að ná okkar markmiði."
Athugasemdir
banner