Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fös 20. september 2019 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlíus Ármann: Höfðum yfirhöndina en FH gekk á lagið manni fleiri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum svekkt eftir leikinn, við hefðum viljað fá meira út úr honum, sagði Júlíus Ármann Júlíusson, þjálfari Aftureldingar, eftir 0-1 tap gegn FH í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Leikurinn var liður í lokaumferð deildarinnar.

Afturelding endaði í 5. sæti deildarinnar með 21 stig úr átján leikjum.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst við vera miklu betri en þær í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik verðum við manni færri og þá varð þetta svolítið erfitt fyrir okkur en við héldum aftur af þeim og ætluðum okkur öll stigin en þetta er niðurstaðan."

„Ég var búinn að segja í einhverju viðtali að við ætluðum að vera um miðbik deildarinnar og mér fanns við geta verið ofar ef meiðsli hefðu fallið með okkur. Lykilmenn sem duttu út hjá okkur eftir fyrri umferðina."


Næst barst talið að komandi leiktíð.

„Það er búið að bjóða mér tveggja ára saming og stefnan hjá okkur, mér og Alla (Alexander Aron Davorsson, hinn þjálfari Aftureldingar) er að berjast um Pepsi-(Max) deildina á næsta ári. Við ætlum okkur að gera betur en núna og þá er ekkert annað í boði en fyrsta eða annað sætið."

„Leikmannahópurinn á eftir að breytast eins og síðustu ár en við ætlum okkur stóra hluti á næsta ári."


Júlíus var að lokum spurður út í hvort að Afturelding væri nú þegar búið að ganga frá einhverjum samningum við nýja leikmenn fyrir komandi leiktíð.

„Það eru allir velkomnir í Aftureldingu, sérstaklega góðir leikmenn. Við munum auðvitað sækja leikmenn sem munu hjálpa okkur að ná okkar markmiði."
Athugasemdir
banner