Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fös 20. september 2019 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlíus Ármann: Höfðum yfirhöndina en FH gekk á lagið manni fleiri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum svekkt eftir leikinn, við hefðum viljað fá meira út úr honum, sagði Júlíus Ármann Júlíusson, þjálfari Aftureldingar, eftir 0-1 tap gegn FH í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Leikurinn var liður í lokaumferð deildarinnar.

Afturelding endaði í 5. sæti deildarinnar með 21 stig úr átján leikjum.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst við vera miklu betri en þær í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik verðum við manni færri og þá varð þetta svolítið erfitt fyrir okkur en við héldum aftur af þeim og ætluðum okkur öll stigin en þetta er niðurstaðan."

„Ég var búinn að segja í einhverju viðtali að við ætluðum að vera um miðbik deildarinnar og mér fanns við geta verið ofar ef meiðsli hefðu fallið með okkur. Lykilmenn sem duttu út hjá okkur eftir fyrri umferðina."


Næst barst talið að komandi leiktíð.

„Það er búið að bjóða mér tveggja ára saming og stefnan hjá okkur, mér og Alla (Alexander Aron Davorsson, hinn þjálfari Aftureldingar) er að berjast um Pepsi-(Max) deildina á næsta ári. Við ætlum okkur að gera betur en núna og þá er ekkert annað í boði en fyrsta eða annað sætið."

„Leikmannahópurinn á eftir að breytast eins og síðustu ár en við ætlum okkur stóra hluti á næsta ári."


Júlíus var að lokum spurður út í hvort að Afturelding væri nú þegar búið að ganga frá einhverjum samningum við nýja leikmenn fyrir komandi leiktíð.

„Það eru allir velkomnir í Aftureldingu, sérstaklega góðir leikmenn. Við munum auðvitað sækja leikmenn sem munu hjálpa okkur að ná okkar markmiði."
Athugasemdir
banner
banner