Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. október 2019 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man Utd með frekar óvæntan sigur á Man City
Úr leik Man Utd og Man City.
Úr leik Man Utd og Man City.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Manchester City mættust í nágrannaslag í deildabikar kvenna á Englandi í dag.

City hafði betur gegn United í deildinni í upphafi tímabils, en í dag var það United sem hafði betur.

Man City hefur farið vel af stað í deildinni og er með fullt hús stiga og því komu úrslitin í dag á óvart. United vann 2-0 og skoruðu Katie Zelem og Jess Sigsworth mörkin. Sigurinn var sanngjarn.

Það er leikið í riðlum í deildabikar kvenna. Þetta var fyrsti leikur United, en annar leikur City, sem hafði unnið 5-0 sigur á Leicester í fyrsta leik sínum. Birmingham og Everton eru einnig í riðlinum.

Rakel Hönnudóttir byrjaði hjá Reading, en var tekinn af velli í 3-2 sigri á Lewes. Reading hefur unnið báða leikina í sínum riðli og er á toppnum ásamt Chelsea.

Chelsea vann 3-0 útisigur á Crystal Palace þar sem María Þórisdóttir var í byrjunarliði Chelsea.

Arsenal, Liverpool og Tottenham unnu einnig sína leiki í dag, en öll úrslit má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner