Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. janúar 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rey Manaj kominn til Barcelona (Staðfest)
50 milljón evra söluákvæði
Manaj skoraði tvö mörk á láni hjá Pescara í Serie A.
Manaj skoraði tvö mörk á láni hjá Pescara í Serie A.
Mynd: Getty Images
Barcelona er búið að ganga frá kaupum á albanska sóknarmanninum Rey Manaj, sem kemur frá B-deildarliði Albacete.

Manaj verður 23 ára eftir mánuð og borgar Barcelona tæplega eina milljón evra fyrir hann. Félagið ákvað þó að hafa söluákvæðið í samningi hans 50 milljónir evra, samningurinn gildir í þrjú og hálft ár.

Manaj, sem á fjóra leiki að baki fyrir Inter í Serie A, var ekki með byrjunarliðssæti hjá Albacete og er aðeins búinn að gera þrjú mörk í tíu deildarleikjum fyrir félagið á tímabilinu. Albacete er fjórum stigum frá fallsæti sem stendur.

Manaj hefur gert þrjú mörk í ellefu landsleikjum fyrir A-lið Albaníu og var lykilmaður í U21 landsliðinu. Hann er hugsaður fyrir varalið Barcelona til að byrja með.
Athugasemdir
banner
banner
banner