Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Íhuga að selja Palhinha fyrir rétt verð
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham mun íhuga það að selja portúgalska miðjumanninn Joao Palhinha í sumar.

Þessi 28 ára gamli leikmaður er einn besti varnarsinnaði miðjumaður deildarinnar og hefur verið frá því hann kom frá Sporting fyrir tveimur árum.

Hann var nálægt því að ganga í raðir Bayern München síðasta sumar og var meira að segja mættur til München þar sem hann tók myndir með stuðningsmönnum, en ekkert varð úr skiptunum þar sem Fulham fann ekki mann í hans stað.

Tony Khan, varastjórnarformaður Fulham, segir nú að það gæti farið svo að Palhinha verði seldur í sumar.

„Hann er stór hluti af kjarnanum og við elskum að hafa hann hér. Við viljum að hann verði hluti af þessu liði til framtíðar og vorum afar ánægðir að framlengja samning hans, en ef það kæmi tilboð sem myndi henta öllum aðilum þá held ég að við yrðum að íhuga það eins og með aðra leikmenn hjá félaginu, það er að segja ef tíminn er réttur,“ sagði Khan á talkSPORT.

„Við viljum halda honum og höfum þegar gert það, en það er miki eftirspurn. Það er risastór markaður fyrir Joao Palhinha og núna eru öll augu opin,“ sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner