Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. mars 2023 21:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rauða spjaldið á Matheus Nunes dregið til baka
Mynd: Getty Images

Matheus Nunes leikmaður Wolves fékk að líta rauða spjaldið af bekknum í 4-2 tapi liðsins gegn Leeds um helgina.


Hann fékk spjaldið fyrir ofbeldisfulla hegðun. Hann mótmælti síðasta marki Leeds sem Úlfarnir töldu að hafi verið ólöglegt þar sem brotið hafi verið á Adama Traore.

Wolves áfrýjaði spjaldinu og það gekk upp þar sem enska fótboltasambandið tók það til baka.

„Matheus Nunes verður til taks í næstu þremur leikjum Wolverhampton Wanderers eftir árangursríka kröfu um ranglega brottvísun,“ sagði talsmaður enska sambandsins.

Leeds fór úr fallsæti og upp í 14. sæti með sigrinum. Wolves er í 13. sæti stigi á undan Leeds en búið með leik meira.

Sjáðu rauða spjaldið hér


Athugasemdir
banner
banner