Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 21. apríl 2024 14:10
Brynjar Ingi Erluson
Ellefta deildarmark Andra dugði skammt gegn Viborg - Markahæstur ásamt liðsfélaga Sverris
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt ellefta deildarmark á tímabilinu fyrir Lyngby er liðið tapaði fyrir Viborg, 2-1, í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn þrumaði Lyngby í forystu á 3. mínútu leiksins en heimamenn í Viborg jöfnuðu metin rúmum tuttugu mínútum síðar.

Andri var að gera ellefta mark sitt í deildinni og er hann nú markahæstur ásamt Cho Gue-Sung, leikmanni Midtjylland.

Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru einnig í byrjunarliði Lyngby sem er í 10. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Sveinn Aron, bróðir Andra, kom inn af bekknum í 2-0 tapi Hansa Rostock gegn Magdeburg í þýsku B-deildinni. Hansa Rostock er í 16. sæti deildarinnar með 31 stig. Sætið gefur þátttöku í umspil um sæti í deildinni.

Davíð Kristján Ólafsson var þá í byrjunarliði Cracovia sem tapaði fyrir Puszcza, 1-0, í pólsku úrvalsdeildinni. Cracovia er í 14. sæti með 32 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner