Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. maí 2022 20:42
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Álftanes og ÍR byrja vel
ÍR-ingar byrja á 3-1 sigri
ÍR-ingar byrja á 3-1 sigri
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Álftanes og ÍR byrja 2. deild kvenna af krafti en bæði lið unnu 3-1 í dag. Þetta var fyrsti leikur beggja liða í deildinni í sumar.

Álftanes vann Einherja, 3-1. Liðið náði tveggja marka forystu á fyrstu 14 mínútunum áður en Yoana Peralta Fernandez minnkaði muninn eftir hálftímaleik. Thelma Lind Steinarsdóttir tryggði sigurinn fyrir Álftanes þegar tuttugu mínútur voru eftir með marki úr vítaspyrnu.

ÍR vann á meðan Sindra með sömu markatölu. Sindri tók forystuna á 6. mínútu áður en Margrét Sveinsdóttir jafnaði tæpum hálftíma síðar.

Lovísa Guðrún Einarsdóttir sá um að ná öllum stigunum fyrir ÍR með tveimur mörkum í síðari hálfleik og þar við sat.

Úrslit og markaskorarar:

Álftanes 3 - 1 Einherji
1-0 Bernadett Viktoria Szeles ('7, sjálfsmark )
2-0 Aníta Kristín Árnadóttir ('14 )
2-1 Yoana Peralta Fernandez ('30 )
3-1 Thelma Lind Steinarsdóttir ('72, víti )

ÍR 3 - 1 Sindri
0-1 Inga Kristín Aðalsteinsson ('6 )
1-1 Margrét Sveinsdóttir ('32 )
2-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('56 )
3-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('66 )
Athugasemdir
banner
banner
banner