Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. júní 2021 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
BT: Freyr gerir tveggja ára samning við Lyngby
Freyr er að taka við Lyngby.
Freyr er að taka við Lyngby.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari, er búinn að samþykkja að taka við Lyngby í dönsku B-deildinni.

BT í Danmörku segir frá því í kvöld að Freyr fái tveggja ára samning hjá Lyngby og það verði tilkynnt síðar í þessari viku.

Samkvæmt upplýsingum BT þá sannfærði Freyr stjórn Lyngby með hugmyndum sínum og metnaði.

Lyngby hefði getað valið stærra nafn til að taka við liðinu en Freyr heillaði fólk hjá félaginu. Hann fær það verkefni að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina.

Freyr var síðast aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi. Hann var orðaður við þjálfarastarfið hjá FH áður en Ólafur Jóhannesson var ráðinn þangað.

Í fyrra hafnaði Freyr tækifæri á að gerast aðstoðarþjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Midtjylland.

Freyr var aðstoðarþjálfari Erik Hamren með A-landslið karla, en þar áður var hann þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og þjálfari Leiknis í Breiðholti. Hann er aðeins 38 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner