Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. janúar 2020 22:22
Aksentije Milisic
Frábær byrjun Ronaldo á nýjum áratug
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, sem verður 35 ára þann 5. febrúar næstkomandi, skoraði gegn Roma í dag og hélt því áfram frábæru byrjun sinni á þessum áratug.

Hann skoraði fyrsta markið í kvöld með góðu skoti í fjærhornið en þetta var hans sjöunda mark á árinu í aðeins fjórum leikjum. Þessi góða leikjahrina hans byrjaði þó í fyrra en hann hefur skorað 11 mörk í síðustu sjö leikjum og þá hefur hann skorað í öllum leikjunum sjö.

Þessi frammistaða Ronaldo kemur á mjög góðum tíma fyrir Maurizio Sarri og Juventus en liðið hefur náð fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Juventus hefur verið í mikilli baráttu við Inter og þá er Lazio heldur ekki langt á eftir.

Síðan Ronaldo varð 34 ára hefur hann skorað 40 mörk í 46 leikjum. Markið hjá Ronaldo gegn Roma í kvöld má sjá hér neðst í fréttinni.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner