Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
   fös 22. janúar 2021 15:30
Enski boltinn
Man Utd á toppnum en þarf að laga ákveðna hluti
„Þetta er langt frá því að vera fullkomið. Það er ekki allt að ganga upp en þaðer margt að ganga upp. Það þarf að fínpússa nokkra hluti og þá er þetta orðið virkilega titilbaráttu lið," sagði Orri Freyr Rúnarsson, stuðningsmaður Manchester United, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

„Tímabilið er ennþá bara hálfnað og mér finnst ennþá þurfa að laga ákveðna hluti og hætta að þurfa að treysta svona ofboðslega mikið á einstaklingsframtök, eins og hjá Bruno, til að vinna leiki. Ég yrði mjög vonsvikinn ef við myndum heltast úr lestinni í þessari titilbaráttu núna."

Paul Pogba hefur stigið upp undanfarnar vikur og spilað frábærlega.

„Það er allt annað að sjá Pogba núna. Hann mætti í viðtöl eftir leikina við Fulham og Burnley og það er allt annað að heyra í honum. Hann talar mikið um liðið og að hann sé glaður ef liðið vinnur."

Edinson Cavani kom til Manchester United í byrjun tímabils og þessi reyndi framherji hefur skorað mikilvæg mörk, líkt og gegn Fuham í vikunni.

„Hann hleypur endalaust og gefst aldrei upp. Loksins er Manchester United komið með framherja sem getur verið á réttum stað í boxinu og skorað mörk. Ég vona að Rashford, Martial og Greenwood séu að fylgjast vel með honum á æfingum," sagði Orri.

Nánar var rætt um Pogba og Manchester United í þætti dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Krísa Chelsea og topplið Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner