Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. janúar 2023 17:28
Brynjar Ingi Erluson
Dagný í tapliði annan leikinn í röð - Anna Björk náði í stig
Dagný Brynjarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Mynd: Getty Images
Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham töpuðu öðrum leik sínum í röð í WSL-deildinni á Englandi er Everton skellti liðinu, 3-0.

Íslenska landsliðskonan, sem er fyrirliði liðsins, var á sínum stað í byrjunarliði West Ham.

Hún fór af velli á 80. mínútu í stöðunni 3-0 en West Ham var að tapa annan leikinn í röð.

West Ham er með 15 stig í 7. sæti deildarinnar. María Þórisdóttir var ónotaður varamaður hjá Manchester United sem vann Reading, 1-0, en United er nú komið á toppinn með 28 stig.

Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn í vörn Inter sem gerði 1-1 jafntefli við Como í Seríu A. Inter er í 4. sæti með 26 stig.

Margrét Árnadóttir kom inná sem varamaður hjá Parma sem tapaði fyrir toppliði Roma, 3-2. Margrét kom við sögu á 77. mínútu en þetta var annar leikur hennar með liðinu. Parma er í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig.

Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leikmannahópi Juventus sem vann Pomigliano, 2-1.
Athugasemdir
banner
banner