mið 22. mars 2023 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Morata nýr fyrirliði spænska landsliðsins
Alvaro Morata.
Alvaro Morata.
Mynd: EPA
Alvaro Morata, sóknarmaður Atletico Madrid, er nýr fyrirliði spænska landsliðsins. Verður hann fyrirliði Spánar í undankeppni EM 2024 sem fer senn að hefjast.

Miðjumaðurinn Sergio Busquets var fyrirliði liðsins á HM í Katar en hann er hættur í landsliðinu.

Því þurfti Luis de la Fuente, nýr landsliðsþjálfari Spánar, að velja nýjan fyrirliða.

Hann ákvað að velja Morata, sem er reynslumesti landsliðsmaðurinn í núverandi leikmannahópi. Hann á að baki 61 A-landsleik fyrir Spán.

Dani Carvajal, bakvörður Real Madrid, er varafyrirliði og Rodri, miðjumaður Manchester City, er þriðji kostur í stöðuna eins og er.

Spánn hefur leik í undankeppni EM með leikjum gegn Skotlandi og Georgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner