Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 22. mars 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Voru með fjóra markverði á landsliðskalíberi, en núna er ein eftir
Sandra Sigurðardóttir og Fanney Inga Birkisdóttir með markvarðarþjálfara Vals, Gísla Þór Einarssyni.
Sandra Sigurðardóttir og Fanney Inga Birkisdóttir með markvarðarþjálfara Vals, Gísla Þór Einarssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður fór í Stjörnuna eftir síðasta tímabil.
Auður fór í Stjörnuna eftir síðasta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valur var Íslands- og bikarmeistari á síðustu leiktíð.
Valur var Íslands- og bikarmeistari á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir ákvað óvænt að hætta í fótbolta á dögunum. Íslands- og bikarmeistarar Vals misstu þar enn einn mikilvæga leikmanninn.

„Eftir miklar vangaveltur, andvökunætur og allskonar pælingar hef ég tekið þá ákvörðun að leggja skóna og hanskana á hilluna! Ákvörðunin er mjög svo erfið, ein sú erfiðasta sem ég hef tekið en að sama skapi er hún góð. Ég er gríðarlega stolt af því sem ég hef áorkað á mínum ferli, bæði sem einstaklingur og með mínum liðum," sagði Sandra þegar hún tilkynnti að hún væri hætt.

„Ég hlakka til að byrja næsta kafla í mínu lífi og takast á við þau ævintýri sem bíða mín."

Rætt var um það í Heimavellinum að það sé vont fyrir Val að Sandra sé að hætta á þessum tímapunkti. Eins og staðan er núna verður hin efnilega Fanney Inga Birkisdóttir í markinu, en hún er fædd árið 2005. Mikil pressa verður þá lögð á herðar hennar.

Valur hefur upp á síðkastið misst spennandi uppalda markverði í önnur félög þar sem Sandra hefur átt stöðu aðalmarkvarðar. Auður Scheving, sem hefur verið í A-landsliðshópnum, fór í Stjörnuna og Aldís Guðlaugsdóttir fór í FH.

„Allt í einu er þetta vel mannaða markvarðarlið með eitt stykki, reyndar frábæran efnilegan markvörð. Er hún að fara inn í Íslandsmótið og Meistaradeildina sem aðalmarkvörður Vals?" spurði Mist Rúnarsdóttir í Heimavellinum.

„Þetta er milljón dollara spurning. Fanney er mjög efnilegur markvörður en hvort að það væri verið að gera henni einhvern greiða aðallega með Meistaradeildinni, ég veit það ekki. Ég þekki þessa stelpu og hún er gríðarlega heilt eintak af manneskju. Hún er góður markvörður en þær þurfa líka að hafa tvo góða markverði," sagði Jón Stefán Jónsson, fyrrum þjálfari Þórs/KA og Tindastóls, í þættinum.

„Ég held að þær þurfi alltaf að sækja markvörð. Það er ansi líklegt. Það verður væntanlega erlendis frá," bætti Jónsi við.

Félagið horfir örugglega svekkt til baka að hafa misst Auði og Aldísi. „Það er hægt að setja falleinkunn á þennan glugga því þær eiga þennan her af markvörðum og spila það illa frá sér," sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir í þættinum.

„Það er örugglega sérstök upplifun að missa þrjá markverði, örugglega rosalega svekkjandi," sagði Jónsi.

„Á sama tíma fyrir ári voru þær fjórar og allar á landsliðskalíberi á sínum aldri," sagði Mist Rúnarsdóttir.

Myndi ekkert lið á Íslandi þola þetta
Val var spáð öðru sæti í ótímabærri spá Heimavallarins fyrir Bestu deild kvenna, en liðið hefur misst mikið af leiðtogum og byrjunarliðsmönnum úr sínu liði frá síðustu leiktíð. Valur komst ekki í undanúrslitin í Lengjubikar kvenna.

„Heiðarlega á það litið er leikmannahópurinn ekki eins sterkur og á síðasta ári," sagði Jón Stefán Jónsson, fyrrum þjálfari Þórs/KA og Tindastóls, í Heimavellinum. „Það myndi ekkert lið á Íslandi þola það sem þetta lið er búið að missa. Árið áður hættir Dóra María líka. Ég hef grun um það að þeir séu ekki hættir að sækja leikmenn á Hlíðarenda, án þess að ég hafi nokkuð fyrir mér í því. Ég þekki metnaðinn á Hlíðarenda."

Komnar
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir frá Aftureldingu
Hanna Kallmaier frá ÍBV
Rebekka Sverrisdóttir frá KR
Arna Eiríksdóttir frá Þór/KA (var á láni)
Haley Lanier Berg frá Danmörku
Ísabella Sara Tryggvadóttir

Farnar
Aldís Guðlaugsdóttir í FH
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í Stjörnuna
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hætt
Brookelynn Paige Entz til HK
Cyera Makenzie Hintzen til Ástralíu
Elín Metta Jensen hætt
Mist Edvardsdóttir hætt
Mariana Sofía Speckmaier
Sandra Sigurðardóttir hætt
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen til Svíþjóðar
Mikaela Nótt Pétursdóttir í Breiðablik (var á láni frá Haukum)

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Ótímabær spá fyrir Bestu deildina 2023
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner