Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   mið 22. júní 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðrún Arnardóttir: Búið að vera ótrúlega skemmtilegt fyrir mig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara spennandi, ég er mjög spennt og það er gaman að vera komin núna með hópnum og vera byrja æfa. Ég er bara spennt fyrir þessu eins og allar í hópnum," sagði Guðrún Arnardóttir fyrir landsliðsæfingu í dag.

Átján dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM, gegn Belgíu þann 10. júlí.

„Já, auðvitað. Maður er með sjálfstraust, það gengur vel og það hjálpar manni alltaf. Þetta er kannski svolítið öðruvísi hérna en maður reynir að færa það góða yfir og reynir að standa sig vel hér líka," sagði Guðrún sem er mikilvægur hlekkur í liði Rosengård sem varð sænskur meistari í fyrra og situr í toppsæti sænsku deildarinnar sem stendur.

Guðrún fékk tækifæri í byrjunarliði íslenska liðsins síðasta haust.

„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt fyrir mig. Ég kom aftur inn í landsliðið í byrjun síðasta árs og fékk svo tækifærið í lok árs. Maður er náttúrulega í þessu af því maður vill spila og það er alltaf markmiðið. En það er ekki sjálfgefið, það er mikil samkeppni um allar staðar og gríðarlega mikil samkeppni í minni stöðu. Ég reyni að njóta þegar ég fæ tækifærið og geri mitt besta."

Hvernig er að spila við hliðina á Glódísi Perlu?

„Það er mjög auðvelt. Hún er frábær leikmaður og mikill leiðtogi líka. Hún lyftir svolítið upp leikmönnunum í kringum. Það er algjört æði."

Reynir að lifa í núinu
Guðrún gekk í raðir Rosengård síðasta sumar. Horfir hún eitthvað lengra en það?

„Eins og staðan er núna er ég bara í Rosengård. Ég er samningsbundin fram á næsta sumar. Ég er bara að reyna lifa í núinu og ekki að pæla of mikið í því," sagði Guðrún.
Athugasemdir
banner