Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. september 2021 10:09
Elvar Geir Magnússon
Vanda býður sig fram til formanns KSÍ (Staðfest)
Vanda (fyrir miðju) býður sig fram til að verða næsti formaður KSÍ.
Vanda (fyrir miðju) býður sig fram til að verða næsti formaður KSÍ.
Mynd: KSÍ
Vanda Sigurgeirsdóttir hefur staðfest að hún býður sig fram til formanns KSÍ. Vanda er lektor og hlaut hún fálkaorðuna síðustu áramót fyrir framlag sitt til kvennafótbolta og baráttu gegn einelti.

Vanda lék fyrir ÍA og Breiðablik áður en hún hélt út í atvinnumennsku. Hún lék fyrir íslenska landsliðið og tók síðar við því sem þjálfari eftir tvö ár hjá Breiðabliki.

Árið 2001 varð Vanda fyrst íslenskra kvenna til að taka við karlaliði í fótbolta þegar hún var ráðin við stjórnvölinn hjá Neista frá Hofsósi.

„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri," segir Vanda á Facebook.

„Ég er mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. Þetta var ekki einföld ákörðun en af vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er."

Þetta er fyrsta staðfesta framboðið í formannsstólinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner