Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fim 22. september 2022 13:32
Elvar Geir Magnússon
Mancini: England er á betri stað en við
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að England sé á betri stað og í betra formi en það ítalska á þessum tímapunkti.

Liðin mætist í Þjóðadeildinni í Mílanó annað kvöld. Ítalía er í þriðja sæti riðilsins með 5 stig en England er í því fjórða og neðsta með aðeins tvö stig.

„Ég hef engar áhyggjur. England er eitt besta landslið heims og er í góðu formi en við erum með ástríðuna og getum spilað góðan leik. England er með marga öfluga sóknarmenn og þetta verður erfiður leikur," segir Mancini.

Ítalskir fjölmiðlar telja að Mancini muni líklega spila 3-5-2 leikkerfi gegn Englandi á morgun.

„Ef það væri uppskriftin að sigrum að skipta um leikkerfi þá myndi ég alltaf gera það. Ég þarf að aðlagast að leikmönnunum sem ég er með."

Ítalía vann England í úrslitaleik EM alls staðar í júlí í fyrra en liðinu mistókst svo að komast á HM, í annað sinn í röð. Ítalska landsliðið hefur aðeins skorað 18 mörk í síðustu 14 leikjum.
Athugasemdir
banner