Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. janúar 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Ferdinand: Hvað er Maguire að gera?
Ekki sáttur.
Ekki sáttur.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, lét Harry Maguire heyra það eftir 2-0 tap United gegn Burnley í gærkvöldi.

Maguire var að dekka Chris Wood áður en hann kom Burnley yfir í leiknum og Ferdinand var ekki hrifinn af framgöngu hans þar.

„Við vitum að þeir eru ekki góðir í föstum leikatriðum. Þeir hafa fengið 43% af mörkum sínum á sig úr föstum leikatriðum. Það er skelfilegt," sagði Ferdinand um United.

„Það þarf einhver að vera öflugur þarna og skipa mönnum fyrir. Maguire, þú ert fyrirlið, skipaðu mönnum fyrir."

„Þeir eru allir að dekka sína menn og fyrsti boltinn er ekki vandamálið, það er seinni boltinn. Ég er að horfa á Harry Maguire."

„Hvað er Maguire að gera? Hann les ekki flugið á boltanum. Þú getur ekki verið svona langt frá manninum þarna. Hann (Wood) kemst fram fyrir hann og refsar honum. Þú verður að gera þetta erfiðara fyrir aðra leikmenn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner