Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fim 23. mars 2023 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Smári sendir Bojan hlý skilaboð - Bojan svaraði
Mynd: Getty Images
Fyrrum landsliðsmaðurinn, Eiður Smári Guðjohnsen, óskar spænska framherjanum Bojan Krkic til hamingju með það að vera sestur í helgan stein eftir ansi litríkan feril.

Bojan, sem er aðeins 32 ára gamall, var stimplaður sem næsti Lionel Messi, fyrir um sextán árum síðan.

Hann þótti gríðarlegt efni en tókst aldrei að standast þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Bojan spilaði með félögum á borð við Roma, Milan, Ajax og Stoke á ferli sínum en aldrei náði hann sér á flug. Síðast spilaði hann fyrir Vissel Kobe í Japan en yfirgaf félagið snemma á þessu ári og hefur nú kallað þetta gott.

Eiður Smári spilaði með Bojan í tvö ár frá 2007 til 2009 en hann óskar framherjanum til hamingju með ferilinn og vonar að hann njóti þess að vera sestur í helgan stein.

Sjá einnig:
Bojan leggur skóna á hilluna - Var alltaf líkt við Messi


Athugasemdir
banner
banner
banner