Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 23. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carson að skrifa undir nýjan samning við Man City
Scott Carson.
Scott Carson.
Mynd: EPA
Scott Carson, markvörður Englandsmeistara Manchester City, er við það að framlengja við félagið.

Hann mun þá skrifa undir samning sem gildir út næsta leiktímabil.

Englendingurinn hefur ekki fengið margar mínútur frá því hann gekk í raðir Man City fyrir þremur árum enda var það ekki tilgangurinn með félagaskiptum hans.

Carson, sem er 38 ára gamall, var fenginn inn til að vinna með markvörðum félagsins. Hans hlutverk var að halda þeim við efnið en á þessum þremur árum hefur hann samtals spilað 111 mínútur.

Hann er gríðarlega vinsæll í leikmannahópi Man City og munu liðsfélagar hans eflaust fagna ef hann skrifar undir áframhaldandi samning eins og það virðist stefna í.
Athugasemdir
banner
banner
banner