Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júlí 2021 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir ríkisstjórnin - fer Kristall Máni í lögfræði?
Endar Kristall Máni á að fara í lögfræðina?
Endar Kristall Máni á að fara í lögfræðina?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkisstjórn Íslands hefur boðað til fundar á Egilsstöðum klukkan 16:00 í dag þar sem rætt verður um minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis sem vill hertar samkomutakmarkanir hér á landi.

Í kjölfar fundarins má búast við að fréttamönnum verði tilkynnt um til hvaða aðgerða verði gripið.

Ekki er ljóst hvort og þá með hvaða hætti þær ákvarðanir munu hafa áhrif á fótboltann, hvort leyfilegt verði að hafa áhorfendur eða iðka fótboltann á annað borð.

Fótboltamenn bíða milli vonar og ótta og einn af þeim sem óttast það versta er Kristall Máni Ingason leikmaður Víkings í Pepsi Max-deildinni.

Hann gaf það loforð á Twitter í gær að ef sett verður stopp á keppni í deildinni muni hann fara í lögfræði.

Þó það sé besta mál að fólk sæki sér menntun verðum við að vona að aðgerðir ríkisstjórnarinnar verði ekki svo drastískar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner