Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttar Magnús skoraði fernu í æfingaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Óttar Magnús Karlsson ætlar sér að vera inn í myndinni - svo sannarlega - þegar Venezia hefur leik í ítölsku úrvalsdeildinni.

Venezia, félag frá Feneyjum, vann sér inn sæti í ítölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Hjá félaginu eru núna fjórir Íslendingar; Bjarki Steinn Bjarkason, Óttar Magnús, Jakob Franz Pálsson og Kristófer Jónsson.

Bjarki og Óttar Magnús eru í aðalliðinu, en Óttar kom ekki mikið við sögu á síðasta tímabili. Meiðsli voru að stríða honum.

Hann fer hins vegar vel af stað á þessu undirbúningstímabili og skoraði hann fernu í æfingaleik gegn félagi sem heitir Top 11 Radio Club 103. Leikurinn endaði með 15-0 sigri Venezia, en vel gert hjá Óttari að skora fjögur mörk.


Athugasemdir
banner
banner