Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. september 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
U21 mætir Tékkum á Víkingsvelli í dag - Allt undir í umspilinu
U21 árs landsliðið spilar við Tékkland í dag
U21 árs landsliðið spilar við Tékkland í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri spilar við Tékkland í umspili um sæti á Evrópumótinu en leikurinn er spilaður á Víkingsvelli klukkan 16:00.

Ísland kom sér í umspilið eftir æsispennandi lokaumferð í riðlakeppninni.

Liðið þurfti að vinna Kýpur og treysta á að Portúgal myndi gera liðinu greiða og vinna Grikkland. Ísland vann Kýpur 5-0 á meðan Portúgal rétt marði Grikkland, 2-1, og komst Ísland því í umspilið.

Ísland spilar við Tékkland í tveggja leikja rimmu. Fyrri leikurinn er á Víkingsvelli í dag klukkan 16:00 en síðari leikurinn á þriðjudag í Tékklandi. Sigurvegarinn fer í lokakeppni EM sem fer fram í Georgíu og Rúmeníu á næsta ári.

Landslið karla - U21 - umspil
16:00 Ísland-Tékkland (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner