lau 23. október 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íris Dögg ver mark Þróttar áfram
Kvenaboltinn
Íris Dögg Gunnarsdóttir.
Íris Dögg Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Þrótt sem gildir út næstu leiktíð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Þrótturum.

„Okkar frábæri markmaður skrifaði undir framlengingu á samning um eitt ár. Hún átti frábært tímabil og er mikilvægur hlekkur í sterku liði Þróttar. Við hlökkum til að sjá hana á næsta tímabili," segir í tilkynningunni.

Íris Dögg gekk í raðir Þróttar fyrr á þessu ári. Hún á langan feril að baki en hún hóf meistaraflokksferil sinn með Fylki áður en hún gekk í raðir KR árið 2006. Húnn hefur einnig leikið með FH, Haukum, Gróttu og Aftureldingu á ferlinum.

Íris, sem er 32 ára gömul, kom mjög sterk inn í markið hjá Þrótti og átti gott tímabil er Þróttur hafnaði í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í bikarúrslit. Liðið tapaði í úrslitum Mjólkurbikarsins fyrir Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner