Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. nóvember 2021 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Seferovic fékk dauðafæri til að gera stöðu Barcelona enn verri
Mynd: EPA
Haris Seferovic, sóknarmaður Benfica, mun mögulega erfitt með svefn í nótt.

Hann klúðraði nefnilega algjöru dauðafæri þegar Benfica gerði markalaust jafntefli við Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Barcelona lagði mikla áherslu á að ná inn marki í lokin og voru þeir mjög opnir til baka. Upp úr því fékk Benfica - nánar tiltekið Seferovic - dauðafæri til að skora.

Hann setti boltann hins vegar fram hjá. Jorge Jesus, þjálfari Benfica, trúði ekki sínum eigin augum.

Markið hefði komið Benfica í algjöra kjörstöðu á að komast áfram í 16-liða úrslit á kostnað Barcelona. Staða portúgalska félagsins er samt sem áður góð. Liðið þarf að vinna Dynamo Kiev og treysta á að Barcelona takist ekki að vinna Bayern München - þá fer liðið áfram.

Með því að smella hérna er hægt að sjá klúður Seferovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner