Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. maí 2020 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Zamorano: Barcelona hefur ekki efni á Lautaro
Lautaro Martinez gæti farið í sumar
Lautaro Martinez gæti farið í sumar
Mynd: Getty Images
Ivan Zamorano, fyrrum leikmaður Inter á Ítalíu, segir að Barcelona hafi ekki efni á því að kaupa Lautaro Martinez frá félaginu.

Barcelona hefur sýnt Lautaro mikinn áhuga og er félagið í viðræðum við Inter um kaup á leikmanninum en það gengur þó illa að ná samkomulagi.

Lautaro er búinn að gera 18 mörk í 33 leikjum á þessari leiktíð en Zamorano vonast þó til að hann verði áfram á Ítalíu.

„Ég vona að Lautaro verði áfram hjá Inter. Hann er ungur strákur, aðeins 22 ára. Cavani er ellefu árum eldri og er með ótrúlega reynslu en það að Cavani sé að koma hefur ekkert að gera með söluna á Lautaro," sagði Zamorano er hann var spurður út í möguleikann á að Edinson Cavani sé að koma í stað Lautaro en Cavani verður samningslaus í sumar.

„Það eru efnahagsvandamál hjá Barcelona og þess vegna geta þeir ekki keypt Lautaro. Ég ætla að giska á að hann verði áfram," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner