Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   mið 24. júlí 2024 21:12
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Þetta var ekki sjálfsagt
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA komst aftur á sigurbraut er liðið heimsótti Keflavík á HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu þó fjölmörg færi til þess að skora var það Hulda Ósk Jónsdóttir sem tryggði Þór/KA stigin þrjú með stórglæsilegu marki og lokatölur 0-1 gestunum í vil. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var til viðtals að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þór/KA

„Þetta var erfiður leikur á móti skemmtilegu og vel skipulögðu liði sem gerðu það sem þær gerðu mjög vel. Þær eru í baráttu á vonda enda deildarinnar og þetta var ekki sjálfsagt.“ Sagði Jóhann um leikinn og andstæðing kvöldsins Keflavík.

Gengi Þór/KA að undanförnu hefur verið brokkgengt en liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leik kvöldsins þar með talið í síðustu umferð gegn nýliðum Víkings. Hvernig var vikan fyrir leikinn og að mótivera stelpurnar eftir erfiðar vikur?

„Ég hef minnstar áhyggjur af stelpunum. Þær eru alveg ótrúlega seigar og bara töff. Þær standa alltaf upp aftur þó þær séu slegnar niður annað slagið eins og öll góð lið gera. Við þurfum bara að fækka þessum skiptum sem við erum slegin niður. Svona leikur í dag þar sem við erum ekkert frábær en náum að vinna, það er gott merki .“

Lið Þór/KA er nokkuð þægilega í þriðja sæti deildarinnar nú þegar líða fer að skiptingu hennar eftir 18.umferð. Hvernig horfir staða liðsins við Jóhanni? Er hún undir væntingum eða á pari við það sem ætlað var?

„Við vorum ekki með rosalega skýr og niðurnjörvuð markmið um að vinna deildina, lenda í öðru eða þriðja sæti heldur vildum bara gera betur en í fyrra. Við viljum bæta okkur og gefa öllum liðum leik og keppni í öllum keppnum og komast sem hæst. Ef að þetta verður niðurstaðan að við komumst ekki uppfyrir Val eða Breiðablik þetta árið þá verðum við allavega að tryggja að vera þar á eftir.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner