Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 24. júlí 2024 21:12
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Þetta var ekki sjálfsagt
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA komst aftur á sigurbraut er liðið heimsótti Keflavík á HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu þó fjölmörg færi til þess að skora var það Hulda Ósk Jónsdóttir sem tryggði Þór/KA stigin þrjú með stórglæsilegu marki og lokatölur 0-1 gestunum í vil. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var til viðtals að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þór/KA

„Þetta var erfiður leikur á móti skemmtilegu og vel skipulögðu liði sem gerðu það sem þær gerðu mjög vel. Þær eru í baráttu á vonda enda deildarinnar og þetta var ekki sjálfsagt.“ Sagði Jóhann um leikinn og andstæðing kvöldsins Keflavík.

Gengi Þór/KA að undanförnu hefur verið brokkgengt en liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leik kvöldsins þar með talið í síðustu umferð gegn nýliðum Víkings. Hvernig var vikan fyrir leikinn og að mótivera stelpurnar eftir erfiðar vikur?

„Ég hef minnstar áhyggjur af stelpunum. Þær eru alveg ótrúlega seigar og bara töff. Þær standa alltaf upp aftur þó þær séu slegnar niður annað slagið eins og öll góð lið gera. Við þurfum bara að fækka þessum skiptum sem við erum slegin niður. Svona leikur í dag þar sem við erum ekkert frábær en náum að vinna, það er gott merki .“

Lið Þór/KA er nokkuð þægilega í þriðja sæti deildarinnar nú þegar líða fer að skiptingu hennar eftir 18.umferð. Hvernig horfir staða liðsins við Jóhanni? Er hún undir væntingum eða á pari við það sem ætlað var?

„Við vorum ekki með rosalega skýr og niðurnjörvuð markmið um að vinna deildina, lenda í öðru eða þriðja sæti heldur vildum bara gera betur en í fyrra. Við viljum bæta okkur og gefa öllum liðum leik og keppni í öllum keppnum og komast sem hæst. Ef að þetta verður niðurstaðan að við komumst ekki uppfyrir Val eða Breiðablik þetta árið þá verðum við allavega að tryggja að vera þar á eftir.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir