Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 24. júlí 2024 22:07
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhannes Karl: Áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunar
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunar
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

„Ég er mjög sáttur, bara sterkt og karakter hjá stelpunum að sækja þrjú stig í lokin,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Stjarnan

Stjarnan skoraði sigurmark í uppbótartíma. „Maður beið eftir því að það kæmi mark öðru hvoru megin. FH-ingarnir settu allt í að sækja sigurinn og við líka og þegar þannig er þá er þetta svolítið svona ping pong og bara datt okkar megin í dag.“

„Mér finnst bara liðið búið að vinna fyrir því við erum búin að leggja okkur mikið fram. Áttum góðan leik á móti Blikum sem við töpum 1-0. Við áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur í dag.“

„Við höfum verið að búa til færi í opnum leik og það er eitthvað sem endar með því að mörkin detti. Ég var alveg sáttur við fjölda færa í dag, færa nýtingin ekki sérstök en það á við um bæði lið.”

Jessica Ayers hefur gengið til liðs við Stjörnuna. „Hún er að koma úr sænsku deildinni, þannig að hún er í fínu leikformi en hefur ekki verið að spila mikið af 90 mínútur en þetta er bara hörkuleikmaður sem að bætir vel við okkar hóp. Kreatívur miðjumaður sem getur gert hluti.”

Stjarnan mætir Fylki í næstu viku. „Í þessari deild eru þetta allt bara 90 mínútna hörku fótboltaleikir. Ég sá Fylki spila við Tindastól og þetta er bara frábært lið og maður hlakkar bara til að mæta í Árbæinn og berjast þar næst.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner