Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   mið 24. júlí 2024 22:07
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhannes Karl: Áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunar
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunar
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

„Ég er mjög sáttur, bara sterkt og karakter hjá stelpunum að sækja þrjú stig í lokin,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Stjarnan

Stjarnan skoraði sigurmark í uppbótartíma. „Maður beið eftir því að það kæmi mark öðru hvoru megin. FH-ingarnir settu allt í að sækja sigurinn og við líka og þegar þannig er þá er þetta svolítið svona ping pong og bara datt okkar megin í dag.“

„Mér finnst bara liðið búið að vinna fyrir því við erum búin að leggja okkur mikið fram. Áttum góðan leik á móti Blikum sem við töpum 1-0. Við áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur í dag.“

„Við höfum verið að búa til færi í opnum leik og það er eitthvað sem endar með því að mörkin detti. Ég var alveg sáttur við fjölda færa í dag, færa nýtingin ekki sérstök en það á við um bæði lið.”

Jessica Ayers hefur gengið til liðs við Stjörnuna. „Hún er að koma úr sænsku deildinni, þannig að hún er í fínu leikformi en hefur ekki verið að spila mikið af 90 mínútur en þetta er bara hörkuleikmaður sem að bætir vel við okkar hóp. Kreatívur miðjumaður sem getur gert hluti.”

Stjarnan mætir Fylki í næstu viku. „Í þessari deild eru þetta allt bara 90 mínútna hörku fótboltaleikir. Ég sá Fylki spila við Tindastól og þetta er bara frábært lið og maður hlakkar bara til að mæta í Árbæinn og berjast þar næst.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner