Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 24. júlí 2024 22:07
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhannes Karl: Áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunar
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunar
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

„Ég er mjög sáttur, bara sterkt og karakter hjá stelpunum að sækja þrjú stig í lokin,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Stjarnan

Stjarnan skoraði sigurmark í uppbótartíma. „Maður beið eftir því að það kæmi mark öðru hvoru megin. FH-ingarnir settu allt í að sækja sigurinn og við líka og þegar þannig er þá er þetta svolítið svona ping pong og bara datt okkar megin í dag.“

„Mér finnst bara liðið búið að vinna fyrir því við erum búin að leggja okkur mikið fram. Áttum góðan leik á móti Blikum sem við töpum 1-0. Við áttum innistæðu fyrir því að eitthvað myndi detta með okkur í dag.“

„Við höfum verið að búa til færi í opnum leik og það er eitthvað sem endar með því að mörkin detti. Ég var alveg sáttur við fjölda færa í dag, færa nýtingin ekki sérstök en það á við um bæði lið.”

Jessica Ayers hefur gengið til liðs við Stjörnuna. „Hún er að koma úr sænsku deildinni, þannig að hún er í fínu leikformi en hefur ekki verið að spila mikið af 90 mínútur en þetta er bara hörkuleikmaður sem að bætir vel við okkar hóp. Kreatívur miðjumaður sem getur gert hluti.”

Stjarnan mætir Fylki í næstu viku. „Í þessari deild eru þetta allt bara 90 mínútna hörku fótboltaleikir. Ég sá Fylki spila við Tindastól og þetta er bara frábært lið og maður hlakkar bara til að mæta í Árbæinn og berjast þar næst.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner