Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 24. ágúst 2019 17:05
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace svaraði Man Utd á Twitter
Knattspyrnufélög hafa verið að tengjast stuðningsmönnum mikið á undanförnum árum og hefur samfélagsmiðillinn Twitter hjálpað mikið til í þeim málum.

Þessi þróun hefur orðið til þess að opinberir Twitter aðgangar knattspyrnufélaga grínast sín á milli og skjóta á hvorn annan. Það gerðist í dag þegar Manchester United mætti Crystal Palace.

„Óska þess að við værum að spila aftur við Chelsea..." tísti aðgangur Man Utd fyrir leikinn. Þetta var skot á Chelsea sem tapaði 4-0 á Old Trafford í fyrstu umferð og laumuskot á Palace í leiðinni, þar sem gengið er út frá því að Chelsea séu erfiðari andstæðingar.

Flestir bjuggust við sigri Rauðu djöflanna en Crystal Palace stóð uppi sem sigurvegari á Old Trafford. Auðvitað gripu starfsmenn Palace tækifærið og skutu á Man Utd.

„Það erum við vissir um..." tísti Palace sem svar við upprunalegu tísti Man Utd.


Athugasemdir
banner