Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 24. október 2020 12:43
Aksentije Milisic
Fyrsta skiptið í þrjú ár sem Guardiola notar sama byrjunarlið tvo leiki í röð
Þessa stundina eigast við West Ham og Manchester City og er staðan 1-1 þegar þetta er skrifað.

Það var Michail Antonio sem kom heimamönnum yfir með glæsilegri bakfallsspyrnu. Phil Foden kom inn á í hálfleik og jafnaði metin fyrir gestina eftir 50. mínútna leik.

Það sem er athylisvert við byrjunarlið City í þessum leik er það að þetta er í fyrsta skiptið í þrjú ár sem að Guardiola stillir upp sama byrjunarliði tvo leiki í röð.

Manchester City vann Porto 3-1 í Meistaradeildinni í vikunni og ákvað Guardiola, sem er þekktur fyrir að rótera liðinu mikið, að halda sig við sama byrjunarlið. Þar á undan hafði hann gert tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Arsenal í deildinni.


Athugasemdir