Bruno Fernandes er sá leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem hefur skapað flest færi á þessu tímabili.
Hann er á undan Kevin de Bruyne, Jack Grealish, Jack Harrison og Mohamed Salah í þessum tölfræðiþætti. Fernandes hefur skapað 26 færi á þessu tímabili.
Fernandes hefur verið algjörlega magnaður frá því að United keypti hann frá Sporting Lissabon í síðasta janúarglugga. Innkoma portúgalska miðjumannsins var það öflug að hann var valinn leikmaður ársins hjá Man Utd.
Um síðustu helgi skoraði hann sigurmarkið gegn West Brom í 1-0 sigri. Markið skoraði hann af vítapunktinum.
Hann er í eldlínunni í kvöld þegar Man Utd mætir Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 20:00.
Bruno Fernandes, more than a penalty taker 😉 pic.twitter.com/ALUVdAS4hT
— ESPN FC (@ESPNFC) November 24, 2020
Athugasemdir