Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 25. janúar 2020 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eriksen flýgur til Mílanó eftir helgi
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Allt helsta slúður dagsins má sjá í pakkanum hér að neðan. Christian Eriksen, Olivier Giroud, Thomas Lemar og Krzysztof Piatek koma meðal annars fyrir.

Christian Eriksen, 27, flýgur til Mílanó snemma í næstu viku og skrifar undir samning við Inter. (Guardian)

Eriksen mun þéna 260 þúsund pund í vikulaun. Launin geta farið upp í 320 þúsund pund í árangurstengdar greiðslur. (Sky Sports)

Barcelona er að skoða Olivier Giroud, 33 ára sóknarmann Chelsea sem virðist vera á leið til Inter. (Independent)

Stuðningsmenn Manchester United ætla að fara af Old Trafford á 58. mínútu næsta heimaleiks, gegn Wolves 1. febrúar. (Mirror)

Arsenal er í viðræðum við Atletico Madrid um félagaskipti Thomas Lemar, 24 ára kantmanns. (RMC Sport)

Imanol Alguacil, þjálfari Real Sociedad, segir ekki ljóst hvort Willian Jose, 28, verði í andlegu standi til að spila gegn Mallorca á sunnudaginn. Hann vill skipta yfir til Tottenham, sem bauð þó ekki nógu mikið í hann að mati spænska félagsins. (Marca)

Tottenham er enn að reyna að kaupa Krzysztof Piatek, 24, frá AC Milan. Milan vill 30 miljlónir punda. (Star)

Roma hefur áhuga á Adnan Januzaj, 24 ára kantmanni Real Sociedad. Januzaj braust fyrst fram í sviðsljósið með Manchester United. (Calciomercato)

Arsenal ætlar að þrefalda laun Gabriel Martinelli, 18, í ljósi áhuga Real Madrid. Martinelli fær 10 þúsund pund í vikulaun sem stendur en mun fá launahækkun upp í 30 þúsund pund. (Daily Mail)

Man Utd ætlar þá að þrefalda laun Angel Gomes, 19, sem verður samningslaus næsta sumar og hefur verið orðaður við Chelsea. (Sun)

Man Utd hefur áhuga á Odion Ighalo, 30, og Islam Slimani, 31, til að fylla í skarð Marcus Rashford út tímabilið. (Sky Sports)

Christophe Galtier, þjálfari Lille, segist ekki viss um hvort félaginu takist að halda varnarmanninum öfluga Boubakary Soumare, 20, hjá félaginu í janúar. Man Utd hefur áhuga á honum. (Goal)

Bacary Sagna, 36, er í samningsviðræðum við Nantes í franska boltanum eftir að samningur hans við Montreal Impact rann út. Sagna gerði garðinn frægan með Arsenal og Manchester City. (L'Equipe)

Man Utd ætlar að ráða nýja njósnara fyrir sumarið í tilraun til að finna betri leikmenn fyrir félagið. (Daily Mail)

Paulo Dybala, 26, segist hafa verið nálægt því að yfirgefa Juventus síðasta sumar. Man Utd og Tottenham sýndu honum mikinn áhuga. (Guardian)

West Ham ætlar að bjóða 25 milljónir evra fyrir Tomas Soucek, 24 ára miðjumann Slavia Prag og tékkneska landsliðsins. (Football London)

Aston Villa hefur áhuga á að fá Christian Benteke, 29 ára sóknarmann Crystal Palace og belgíska landsliðsins. (Sport Witness)

West Ham er búið að bjóða 12 milljónir í Matty Cash, 22 ára bakvörð Nottingham Forest. (Sky Sports)

Tottenham gæti þurft að lækka verðmiðann á Victor Wanyama, 28, en ekkert félag virðist vera áhugasamt um þessar mundir. Wanyama er metinn á 7 milljónir punda sem stendur. (Standard)

Liverpool er í kappi við Real Madrid og Barcelona um að ganga frá kaupum á Rafael Brito, 18 ára miðjumanni Benfica. Brito er falur fyrir 38 milljónir punda. (Star)

West Ham er í samræðum við Amiens um kaup á sóknarmanninum Serhou Guirassy, 25. (Sky Sports)

Leeds er nálægt því að ganga frá kaupum á Jean-Kevin Augustin, 22 ára sóknarmanni RB Leipzig sem er hjá Mónakó að láni. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner