Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 25. maí 2023 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta
Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals
Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Valsmenn heimsóttu Breiðablik í kvöld á Kópavogsvelli þegar fyrsti leikur 13.umferðar Bestu deildarinnar fór fram rúmlega mánuði á undan restinni af umferðinni.

Leikur Breiðabliks og Vals var færður framar til að koma til móts við Breiðablik sem verður að spila í evrópukeppni þegar 13.umferðin fer fram.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Gríðarlega svekkjandi. Við vorum með önnur markmið fyrir þennan leik og hann spilaðist ekki eins og við vildum að hann spilaðist og bara fyrst og fremst gríðarlega svekkjandi." Sagði Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld.

Það var mikið um stopp í leiknum og leikurinn náði aldrei að komast á neitt flug og var Hólmar Örn á því að það hafi dregið úr gæðunum á leiknum.

„Algjörlega. Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta og það var alls ekki gert í dag og það var flautað á allt og leikmenn náðu engu floti í leikinn."

Hólmar Örn hefur verið frá vegna meiðsla í upphafi móts og var að spila sínar fyrstu mínútur í deildinni í kvöld.

„Búin að vera frá núna í einn og hálfan mánuð, eitthvað svoleiðis. Fyrstu mínútur í deild núna og maður er bara að koma sér hægt og rólega í shape aftur því formið dettur aðeins út þegar þú ert frá í einn og hálfan mánuð svo þetta er bara að koma til baka svona hægt og rólega og vonandi getur maður bara verið kominn í top shape bara sem fyrst."

Nánar er rætt við Hólmar Örn Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner