Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   þri 25. júní 2024 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bað Modric um að hætta aldrei í fótbolta - „Takk fyrir allt"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalskur fjölmiðlamaður bað Luka Modric vinsamlegast um að hætta aldrei í fótbolta á fréttamannafundi eftir leik Króatíu og Ítalíu í gær.

Ítalía jafnaði leikinn í blálokin og tryggði sér 2. sæti í riðlinum og Króatar eiga einungis örlítinn séns á að fara í 16-liða úrslitin. Til þess þurfa önnur úrslit að falla heldur betur með þeim; England þarf að vinan stórt gegn Slóveníu, Tyrkir þurfa að vinna Tékka, Danir þurfa að vinna Serba og Portúgal þarf að vinna Georgíu.

Modric skoraði mark Króata í gær. Hann klikkaði úr vítaspyrnu þegar Gianlugii Donnarumma sá við honum. Örstuttu síðar kom Modric boltanum í netið þar sem sókn Króatía hélt áfram.

Modric verður 39 ára í september og hefur hann staðfest að hann verði eitt tímabil í viðbót með Real Madrid.

Ítalski blaðamaðurinn sagði að Modric væri einn sá allra besti sem hann hefði lýst spila fótbolta og þakkaði honum fyrir allt sem hann hefði sýnt inni á vellinum. Ítalski blaðamaðurinn uppskar klapp frá öðrum á blaðamannafundinum og Modric þakkaði kærlega fyrir þessi hlýju orð.Athugasemdir
banner
banner