Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 25. júlí 2021 21:30
Matthías Freyr Matthíasson
Heimir Guðjóns: Það eru möguleikar i stöðunni
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei nei. Mér fannst mér samt byrja leikinn sterkt en það fjaraði undan þessu og HK er náttúrulega með gott lið og erfiðir í Kórnum og þeir komust inn í leikinn og sköpuðu sér góð færi og við vorum kannski sjálfum okkur verstir," sagði Heimir Guðjónsson ,þjálfari Vals, eftir sigur á móti HK, þegar hann var spurður leikslok að þrátt fyrir sigur hvort hann hefði verið ánægður með leik sinna manna í fyrri hálfleik. En leikurinn endaði 0 - 3.

Lestu um leikinn: HK 0 -  3 Valur

„Ég minnti bara menn á það að við hefðum verið 0 - 0 uppi á Skaga og tapað þeim leik og vorum eitt núll yfir á móti Stjörnunni í Garðabænum og töpuðum þeim leik líka og við þyrftum að halda áfram og það var það eina. Ég er nú ekki með neinar stórkostlegar ræður í hálfleik."

Fyrir þennan leik var Valur búnir að tapa fjórum leikjum í röð. Hvernig fannst Heimir þeim takast að svara því.

„Mér fannst þeir svara því vel og ég hef aldrei tapað fjórum leikjum í röð held ég þannig að það var fínt að vinna."

„Haukur Páll er búinn að vera meiddur í hné en við vonum að það sé búið núna og hann geti haldið áfram að spila eins og hann gerði í kvöld."

„Leikurinn á móti Bodö/Glimt leggst vel í mig. Vonbrigði að við skyldum ekki geta spilað betur á fimmtudaginn. En 3 - 0 og við verðum að fara til Noregs og klára verkefnið með sæmd. Ég met stöðuna þannig að það eru enn möguleikar og við verðum að trúa því."

Athugasemdir
banner
banner
banner