Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 25. júlí 2021 21:30
Matthías Freyr Matthíasson
Heimir Guðjóns: Það eru möguleikar i stöðunni
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei nei. Mér fannst mér samt byrja leikinn sterkt en það fjaraði undan þessu og HK er náttúrulega með gott lið og erfiðir í Kórnum og þeir komust inn í leikinn og sköpuðu sér góð færi og við vorum kannski sjálfum okkur verstir," sagði Heimir Guðjónsson ,þjálfari Vals, eftir sigur á móti HK, þegar hann var spurður leikslok að þrátt fyrir sigur hvort hann hefði verið ánægður með leik sinna manna í fyrri hálfleik. En leikurinn endaði 0 - 3.

Lestu um leikinn: HK 0 -  3 Valur

„Ég minnti bara menn á það að við hefðum verið 0 - 0 uppi á Skaga og tapað þeim leik og vorum eitt núll yfir á móti Stjörnunni í Garðabænum og töpuðum þeim leik líka og við þyrftum að halda áfram og það var það eina. Ég er nú ekki með neinar stórkostlegar ræður í hálfleik."

Fyrir þennan leik var Valur búnir að tapa fjórum leikjum í röð. Hvernig fannst Heimir þeim takast að svara því.

„Mér fannst þeir svara því vel og ég hef aldrei tapað fjórum leikjum í röð held ég þannig að það var fínt að vinna."

„Haukur Páll er búinn að vera meiddur í hné en við vonum að það sé búið núna og hann geti haldið áfram að spila eins og hann gerði í kvöld."

„Leikurinn á móti Bodö/Glimt leggst vel í mig. Vonbrigði að við skyldum ekki geta spilað betur á fimmtudaginn. En 3 - 0 og við verðum að fara til Noregs og klára verkefnið með sæmd. Ég met stöðuna þannig að það eru enn möguleikar og við verðum að trúa því."

Athugasemdir
banner