Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   lau 25. september 2021 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Óttar Bjarni: Þetta var eins og í Lord of the Rings
Óttar Bjarni Guðmundsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, var gríðarlega ánægður eftir að ÍA tókst að bjarga sér frá falli með 3-2 sigri á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍA

Skagamenn lentu tveimur mörkum undir. Fyrst með draumamarki frá Ástbirni Þórðarsyni og svo gerði Óttar Bjarni sjálfsmark í síðari hálfleiknum.

Gestirnir komu til baka og skoruðu þrjú mörk á sjö mínútum og tryggðu sér sigur. HK tapaði á meðan fyrir Breiðabliki, 3-0.

„Takk kærlega! Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik og einn besti leikur okkar í sumar, vorum að ná að spila í gegnum Keflavíkur liðið. Þeir áttu skot í slá en við klúðrum víti og svo skora þeir screamer upp í skeytin sem lítið er hægt að gera við," sagði Óttar Bjarni við Fótbolta.net.

„Ég hélt ég hefði klúðrað þessu þegar ég lét boltann fara í mig og inn en við náum að setja inn 2-1 mark, það gaf okkur líflínu og svo 2-2 stuttu seinna. Það er erfitt að teikna betra handrit af þessu."

„Stemning var dauð á velli og utan vallar eftir mark númer tvö. Þegar Davey pingar honum inn og það er eins og það hafi kveiknað í Keflavík."


Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn og lýsti þessu eins og þekktu atriði úr Lord of The Rings.

„Það er erfitt að koma orðum að því. Þetta var stórkostlegt, þegar við vorum að hita upp þá sáum við hersinguna mæta inn. Þetta var eins og í Lord of the Rings þegar Gandálfur kom og bjargaði fólkinu. Þetta var geðveikt."

Það var útlit fyrir að ÍA myndi falla þegar þrjár umferðir voru eftir en Skagamenn settu upp síðustu þrjá leikina sem úrslitaleiki og unnu þá alla.

„Þetta var erfitt sumar og undirbúningstímabil. Með því erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Við vorum að missa mikið af leikmönnum í meiðsli og við erum með mikið af ungum strákum sem eiga framtíðina fyrir sér en þú getur ekki ætlast til þess að þeir fylli inn í skörð þeirra reynslubolta sem duttu út."

„Við vorum lengi að finna taktinn en í síðustu þremur leikjum settumst við niður og þetta voru bara þrír úrslitaleikir sem við þurftum að taka. Við þurftum að setja þetta upp sem úrslitaleiki og bæjarbúar svöruðu kalli og við líka,"
sagði Óttar Bjarni.
Athugasemdir
banner
banner
banner