Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 25. september 2021 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Óttar Bjarni: Þetta var eins og í Lord of the Rings
Óttar Bjarni Guðmundsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, var gríðarlega ánægður eftir að ÍA tókst að bjarga sér frá falli með 3-2 sigri á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍA

Skagamenn lentu tveimur mörkum undir. Fyrst með draumamarki frá Ástbirni Þórðarsyni og svo gerði Óttar Bjarni sjálfsmark í síðari hálfleiknum.

Gestirnir komu til baka og skoruðu þrjú mörk á sjö mínútum og tryggðu sér sigur. HK tapaði á meðan fyrir Breiðabliki, 3-0.

„Takk kærlega! Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik og einn besti leikur okkar í sumar, vorum að ná að spila í gegnum Keflavíkur liðið. Þeir áttu skot í slá en við klúðrum víti og svo skora þeir screamer upp í skeytin sem lítið er hægt að gera við," sagði Óttar Bjarni við Fótbolta.net.

„Ég hélt ég hefði klúðrað þessu þegar ég lét boltann fara í mig og inn en við náum að setja inn 2-1 mark, það gaf okkur líflínu og svo 2-2 stuttu seinna. Það er erfitt að teikna betra handrit af þessu."

„Stemning var dauð á velli og utan vallar eftir mark númer tvö. Þegar Davey pingar honum inn og það er eins og það hafi kveiknað í Keflavík."


Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn og lýsti þessu eins og þekktu atriði úr Lord of The Rings.

„Það er erfitt að koma orðum að því. Þetta var stórkostlegt, þegar við vorum að hita upp þá sáum við hersinguna mæta inn. Þetta var eins og í Lord of the Rings þegar Gandálfur kom og bjargaði fólkinu. Þetta var geðveikt."

Það var útlit fyrir að ÍA myndi falla þegar þrjár umferðir voru eftir en Skagamenn settu upp síðustu þrjá leikina sem úrslitaleiki og unnu þá alla.

„Þetta var erfitt sumar og undirbúningstímabil. Með því erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Við vorum að missa mikið af leikmönnum í meiðsli og við erum með mikið af ungum strákum sem eiga framtíðina fyrir sér en þú getur ekki ætlast til þess að þeir fylli inn í skörð þeirra reynslubolta sem duttu út."

„Við vorum lengi að finna taktinn en í síðustu þremur leikjum settumst við niður og þetta voru bara þrír úrslitaleikir sem við þurftum að taka. Við þurftum að setja þetta upp sem úrslitaleiki og bæjarbúar svöruðu kalli og við líka,"
sagði Óttar Bjarni.
Athugasemdir
banner
banner