Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 25. september 2021 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Óttar Bjarni: Þetta var eins og í Lord of the Rings
Óttar Bjarni Guðmundsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, var gríðarlega ánægður eftir að ÍA tókst að bjarga sér frá falli með 3-2 sigri á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍA

Skagamenn lentu tveimur mörkum undir. Fyrst með draumamarki frá Ástbirni Þórðarsyni og svo gerði Óttar Bjarni sjálfsmark í síðari hálfleiknum.

Gestirnir komu til baka og skoruðu þrjú mörk á sjö mínútum og tryggðu sér sigur. HK tapaði á meðan fyrir Breiðabliki, 3-0.

„Takk kærlega! Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik og einn besti leikur okkar í sumar, vorum að ná að spila í gegnum Keflavíkur liðið. Þeir áttu skot í slá en við klúðrum víti og svo skora þeir screamer upp í skeytin sem lítið er hægt að gera við," sagði Óttar Bjarni við Fótbolta.net.

„Ég hélt ég hefði klúðrað þessu þegar ég lét boltann fara í mig og inn en við náum að setja inn 2-1 mark, það gaf okkur líflínu og svo 2-2 stuttu seinna. Það er erfitt að teikna betra handrit af þessu."

„Stemning var dauð á velli og utan vallar eftir mark númer tvö. Þegar Davey pingar honum inn og það er eins og það hafi kveiknað í Keflavík."


Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn og lýsti þessu eins og þekktu atriði úr Lord of The Rings.

„Það er erfitt að koma orðum að því. Þetta var stórkostlegt, þegar við vorum að hita upp þá sáum við hersinguna mæta inn. Þetta var eins og í Lord of the Rings þegar Gandálfur kom og bjargaði fólkinu. Þetta var geðveikt."

Það var útlit fyrir að ÍA myndi falla þegar þrjár umferðir voru eftir en Skagamenn settu upp síðustu þrjá leikina sem úrslitaleiki og unnu þá alla.

„Þetta var erfitt sumar og undirbúningstímabil. Með því erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Við vorum að missa mikið af leikmönnum í meiðsli og við erum með mikið af ungum strákum sem eiga framtíðina fyrir sér en þú getur ekki ætlast til þess að þeir fylli inn í skörð þeirra reynslubolta sem duttu út."

„Við vorum lengi að finna taktinn en í síðustu þremur leikjum settumst við niður og þetta voru bara þrír úrslitaleikir sem við þurftum að taka. Við þurftum að setja þetta upp sem úrslitaleiki og bæjarbúar svöruðu kalli og við líka,"
sagði Óttar Bjarni.
Athugasemdir
banner
banner
banner