Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 25. október 2018 09:03
Elvar Geir Magnússon
Viðar Örn: Loka ekki neinum dyrum á endurkomu í landsliðið
Selfyssingurinn er kominn í hlé frá landsliðinu.
Selfyssingurinn er kominn í hlé frá landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson útilokar ekki að taka landsliðsskóna úr hillunni í framtíðinni.

Hann tilkynnti um síðustu helgi að hann væri hættur með landsliðinu en hann útskýrði þessa ákvörðun fyrir Fótbolta.net.

„Ég er búinn að spila meiddur núna í ár og Rússarnir vildu að ég myndi laga það áður en ég færi að spila á fullu," segir Viðar sem gekk í raðir Rostov fyrr á árinu.

„Ég hef spilað a verkjatöflum allan þennan tíma og mér fannst skynsamlegast að draga mig úr landsliðinu á meðan ég vinn í því að ná mér að fullu. Þegar þú ert ekki að spila á fullu þá minnkar sjalfstraustið. Ég vil einbeita mér algjörlega að Rostov og komast á skrið hér. Þegar það tekst þá er allt opið með landsliðið i framtíðinni."

Viðar vill því ekki tala um að hann sé hættur, eins og hann hafði orðað það í færslu sinni um helgina. Hann ræddi mál sín við Frey Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfara.

„Þetta er tímabundin ákvörðun sem ég held að muni koma mér vel. Ég átti gott spjall við Freysa og við vorum sammála um að þetta myndi gera mér gott að komast á skrið hér. Á meðan þá vona ég að landsliðinu gangi sem allra best og er ekki i vafa um að þeir komast á skrið aftur sem fyrst," segir Viðar.

„Svo þegar ég er kominn á fullt þa veit maður aldrei hvað gerist. Það er ekki buið að loka neinum dyrum og þetta er allt gert í mesta bróðerni."

Viðar spilaði sinn fyrsta landsleik í maí 2014 en hann hefur skorað tvö mörk í nítján landsleikjum. Undanfarin ár hefur Viðar verið inn og út úr landsliðshópnum en hann var ekki í lokahópnum á EM 2016 og á HM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner