Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 26. janúar 2021 10:40
Elvar Geir Magnússon
Segir gleðina vanta hjá Liverpool
„Stærsta vandamál Liverpool núna er ekki staða liðsins í deildinni, sóknarlínan eða breiddin í miðvarðastöðunm. Það er fjarvera gleðinnar," segir Jonathan Liew íþróttafréttamaður í pistli á Guardian.

„Úrslitin fara að verða betri bráðlega. Frammistaðan gegn Manchester United á sunnudaginn var að mörgu leyti góð. Einstaklingsmistök og frábær aukaspyrna Bruno Fernandes réðu úrslitum."

Liew segir að hann hafi þá tilfinningu að leikmenn Liverpool virki þreyttir og hafi ekki eins gaman að vinnu sinni og áður.

„Ánægjan virtist byrja að skola burt í seinni hluta síðasta tímabils. Liverpool frá 2013-19 var eitt mest spennandi og skemmtilegasta lið heimsins. Þeir voru ekki alltaf góðir og árangurinn var ekki alltaf góður en það var heillandi og spennandi," segir Liew.

„En eitthvað breyttist á leið þeirra að Englandsmeistaratitlinum. Hinn spennandi áhættusækni leikstíll liðsins varð ekki eins sjáanlegur og inn kom íhaldssamari nálgun. Það hefur verið breyting á liði Liverpool 2017-19 og Liverpool frá 2020."

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hérna

Liverpool hefur ekki gengið vel að undanförnu og sigið niður töfluna í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í fjórða sæti en á fimmtudaginn heimsækir liðið Tottenham.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner