Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. febrúar 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Griezmann: Þetta verður öðruvísi á Nou Camp
Antoine Griezmann skoraði mark Barcelona
Antoine Griezmann skoraði mark Barcelona
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann skoraði eina mark Barcelona í 1-1 jafnteflinu gegn Napoli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær en frammistaða Barcelona var afar slök.

Barcelona átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi í leiknum en eina færið sem fór á rammann endaði með marki.

Griezmann skoraði þá eftir sendingu frá Nelson Semedo en Griezmann segir að seinni leikurinn á Nou Camp verði allt öðruvísi.

„Við komum til að vinna og við ætluðum að spila þannig en það gekk ekki í gær," sagði Griezmann.

„Það var erfitt að finna pláss í byrjun og ná að skapa færi en við sáum að þeir voru að þreytast og náðum að koma okkur framar á völlinn og skapa okkur eitthvað."

„Núna eigum við heimaleikinn og hann verður allt öðruvísi. Við munum skapa meira pláss fyrir framan stuðningsmennina okkar og það er leikur sem við verðum að vinna,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner