Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 26. febrúar 2020 10:03
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Íslenskt VAR bíður eftir grænu ljósi frá FIFA
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska fyrirtækið OZ hefur hannað sína útgáfu af VAR-myndbandsdómarakerfinu en fjallað er um málið í Fréttablaðinu.

Umrætt kerfi er mun ódýrara en það sem nú þekkist en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, einn besti dómari landsins, vinnur hjá OZ og hefur unnið að gerð nýja kerfisins.

OZ fer með nýja kerfið til Hollands í næstu viku og vonast eftir samþykki frá FIFA.

„Verði það samþykkt getur hver sem er tekið þetta upp. Við teljum okkur vera með lausn sem er aðgengileg fyrir flest knattspyrnusambönd, stór sem smá. Við erum að þróa þetta þannig að það þarf ekki jafn mikinn tilkostnað við að koma þessu á laggirnar," segir Vilhjálmur við Fréttablaðið.

„Það er í raun hægt að hafa VAR-miðstöðina hvar sem er. Í dag er þetta þannig á Englandi að miðstöðin er í Stockley Park. Þá hafa þeir ljósleiðara inn og fá merki frá öllum völlum inn í þá miðstöð."
Athugasemdir
banner
banner
banner