Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. júlí 2021 22:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
4. deild: Álftanes kom til baka gegn KÁ í toppslag
Fimm ára gömul mynd af Andra Janussyni.
Fimm ára gömul mynd af Andra Janussyni.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
KÁ 2 - 3 Álftanes
1-0 Fannar Óli Friðleifsson
1-1 Bragi Þór Kristinsson
2-1 Ágúst Karel Magnússon
2-2 Andri Janusson
2-3 Andri Janusson
Rautt spjald: Fannar Óli Friðleifsson ('91, KÁ)

Einn leikur fór fram í 4. deild í kvöld og var sá leikur leikinn á Ásvöllum. KÁ tók á móti Álftanesi í C-riðli.

Fannar Óli kom heimamönnum yfir eftir sextán mínútna leik en Bragi Þór jafnaði fyrri gestina skömmu síðar. Það var ekki jafnt lengi því Ágúst Karel kom heimamönnum aftur yfir á 25. mínútu og staðan var 2-1 fyrir KÁ í hálfleik.

Í seinni hálfleik skoraði Andri Janusson í tvígang, fyrst á 70. mínútu þegar hann jafnaði leikinn fyrir Álftanes og svo aftur á 81. mínútu þegar hann skoraði sigurmarkið. Fannar Óli fékk svo sitt annað gula spjald í uppbótartíma og þar með rautt.

KÁ er áfram í toppsæti riðilsins með 30 stig eftir þrettán leiki. Álftanes er í 2. sæti með 29 stig eftir tólf stig og Ýmir er einnig með 29 stig en hefur leikið þrettán leiki. Alls eru leiknar sextán umferðir í riðlinum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner