Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 26. júlí 2021 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: Gerðu það í 90 mínútur, ekki bara 45
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir spiluðu frábæran leik og góðan fótbolta. Þeir gerðu það í 90 mínútur, ekki bara 45 eins og hefur verið oft hjá okkur í sumar," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-0 sigur á Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

KR-ingar léku á als oddi gegn slökum Fylkismönnum og eru núna fimm stigum frá toppnum.

„Það hefur verið oft hjá okkur þannig í sumar, sérstaklega hér á heimavelli, að við höfum verið með 1-0 forystu - jafnvel 2-0 - í hálfleik og gefið svo eftir og farið verja eitthvað. Núna héldum við bara áfram og þorðum að spila fram á við og fara í hraðar sóknir. Svo líka nýtum við bara færin okkar betur."

Var þetta besti leikur KR í sumar?

„Ég held að þetta hafi verið bestu 90 mínúturnar í deildinni, já... Við vorum kannski með aðeins meira léttleikandi lið á vellinum," sagði Rúnar sem hefur trú á því að KR geti blandað sér í titilbaráttuna á síðasta þriðjungi tímabilsins.

„Við erum enn í þessari baráttu en þú mátt ekki misstíga þig aftur. Við erum búnir að misstíga okkur aðeins of oft... við erum pottþétt eitt af fimm bestu liðum deildarinnar. Við höfum skorað minna en við hefðum viljað og erum að fá á okkur mörk sem við höfum ekki undanfarin tvö ár fengið á okkur. Við höfum gefið aðeins eftir á ýmsum sviðum, en við erum stoppa í götin núna og það er farið að ganga aðeins betur. Ef við eigum góðan leik, þá eru fá lið sem eiga séns í okkur. En við getum líka verið ömurlegir og tapað á móti hverjum sem er. Við erum með lið til að taka þátt í þessu."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner