Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 26. júlí 2021 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: Gerðu það í 90 mínútur, ekki bara 45
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir spiluðu frábæran leik og góðan fótbolta. Þeir gerðu það í 90 mínútur, ekki bara 45 eins og hefur verið oft hjá okkur í sumar," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-0 sigur á Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

KR-ingar léku á als oddi gegn slökum Fylkismönnum og eru núna fimm stigum frá toppnum.

„Það hefur verið oft hjá okkur þannig í sumar, sérstaklega hér á heimavelli, að við höfum verið með 1-0 forystu - jafnvel 2-0 - í hálfleik og gefið svo eftir og farið verja eitthvað. Núna héldum við bara áfram og þorðum að spila fram á við og fara í hraðar sóknir. Svo líka nýtum við bara færin okkar betur."

Var þetta besti leikur KR í sumar?

„Ég held að þetta hafi verið bestu 90 mínúturnar í deildinni, já... Við vorum kannski með aðeins meira léttleikandi lið á vellinum," sagði Rúnar sem hefur trú á því að KR geti blandað sér í titilbaráttuna á síðasta þriðjungi tímabilsins.

„Við erum enn í þessari baráttu en þú mátt ekki misstíga þig aftur. Við erum búnir að misstíga okkur aðeins of oft... við erum pottþétt eitt af fimm bestu liðum deildarinnar. Við höfum skorað minna en við hefðum viljað og erum að fá á okkur mörk sem við höfum ekki undanfarin tvö ár fengið á okkur. Við höfum gefið aðeins eftir á ýmsum sviðum, en við erum stoppa í götin núna og það er farið að ganga aðeins betur. Ef við eigum góðan leik, þá eru fá lið sem eiga séns í okkur. En við getum líka verið ömurlegir og tapað á móti hverjum sem er. Við erum með lið til að taka þátt í þessu."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner